Fides var stofnað árið 1990 á Akureyri og tók við starfsemi Egils Jónssonar hf sem hafði verið starfandi um hríð og seldi tannlæknavörur á Akureyri og nágrenni. Árið 1993 tókum við upp samstarf við Henry Schein í USA og Henry Schein Fides varð til. Markmið fyrirtækisins frá upphafi hefur verið að þjónusta tannlækna og aðrar heilbrigðisstéttir, bjóða gott vöruúrval, fyrsta flokks þjónustu og góð verð.


Frá upphafi hefur Henry Schein Fides verið staðsett á Akureyri en við þjónustum tannlækna og aðra viðskiptavini um land allt. Viðskiptavinir okkar eru m.a. tannlæknar, tannsmiðir, apótek, sjúkrahús og heilsugæslur, hárgreiðslu og rakarastofur, snyrtistofur og margir fleiri.
Við kappkostum að eiga gott vöruúrval á lager en jafnfram bjóðum við viðskiptavinum okkar að útvega vörur frá okkar birgjum sem ekki eru lagervörur. Má þar t.d. nefna sérpöntun frá Henry Schein sem hefur verið í boði til fjölda ára.