Kynntu þér hér hvaða tannlýsingarefni eru í boði frá Ultradent.

Opalescence family 2020

 

Ultradent er leiðandi á markaðnum með tannlýsingu, þar sem tekið er tillit til áhrifa lýsingarefna á tannheilsu viðskiptavina. Opalescence efnin hafa öll PF formúlu og innihalda Potassium nitrate og fluor sem dregur úr viðkvæmni tannanna og ver þær gegn tannskemmdum. Einnig innihalda þau 20% vatn sem dregur úr þornun tannanna og kemur í veg fyrir viðkvæmni. Opalescence efnin eru úr seigfljótandi geli sem situr vel á tönnunum.

Opalescence Go lýsingarskinnur eru tilbúnar til notkunar. Tannlæknir ráðleggur um meðferð en þetta er fljótleg, ódýr en jafnframt fagleg leið til tannlýsingar.

Opalescence PF gel fæst í mismunandi styrkleikum til notkunar heima, með sérsmíðuðum lýsingarskinnum. Meðferð sem virkar vel og er hægkvæm þegar til lengri tíma er litið.

Opalescence Boost er fyrir markvissa kröftuga tannlýsingu sem fer fram í tannlæknastólnum. Boost getur verið gott start, t.d. áður en farið er í PF efni heima.

Opalescence Endo er notað í rótfylltar

Opalescence lýsingartannkrem er mjög gott alhliða tannkrem sem er kjörið til að viðhalda tannlýsingu og hreinsa yfirborðsbletti af tönnunum. Það styrkir glerunginn og kemur í veg fyrir tannskemmdir. Það hefur góða flúoruptöku (inniheldur 1100 ppm) og það má nota daglega.

Tannkremið er ekki grófkorna, það fjarlægir yfirborðsbletti af glerungi með einstrakri blöndu kísilsteinefna án þess að rispa hann.

Opalescence tannkremið inniheldur blöndu af þremur mintu tegundum sem gefur því einstaklega ferskt og gott bragð.

Sensitive inniheldur 5% meira af potassium nitrate en Original, það dregur úr viðkvæmni.